Í kvöld mun Lúðrasveit Þorlákshafnar halda glæsilega tónleika fyrir alla fjölskylduna í tónlistarhúsi allra landsmanna, Hörpu.
Þema tónleikanna verður kvikmyndatónlist úr öllum áttum og mun meðal annars syrpa af lögum úr íslenskum kvikmyndum verða frumflutt. Syrpan var sérstaklega útsett fyrir Lúðrasveit Þorlákshafnar að því tilefni að í febrúar eru 30 ár síðan fyrsta æfing sveitarinnar var haldin, en lúðrasveitin hefur aldrei verið stærri en nú, með 45 virkum meðlimum. Kynnir verður Halldór Gunnar Pálsson, stjórnandi Fjallabræðra, en hann mun sýna á sér nýjar hliðar á tónleikunum.
Tónleikarnir fara fram í Norðurljósasal Hörpu og hefjast klukkan 20:00. Miðasala á tónleikana gengur vel en hægt er að tryggja sér miða á midi.is með því að smella hér.
Enn einn stórviðburður Lúðrasveitar Þorlákshafnar sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.