2014-08-18 19.47.48Í kvöld var haldið kubbmót við félagsmiðstöðina. Mótið er liður í síðsumarsgleði sem Ungmennaráð Ölfuss stendur fyrir.

Mætingin var mjög góð og mikil stemning skapaðist í blíðskaparveðri í höfninni.

Sigurvegarar mótsins voru þær Kristrún Gestsdóttir og Ólöf Björk Sigurðardóttir. Orðið á götunni var að þær væru búnar að vera í stífum æfingum í útilegum með foreldrum sínum síðustu ár.

Einn áhorfandinn hafði á orði að Kristrún væri með vinstri handar sveiflu föður síns, svo öflug væri sveiflan.

Á morgun, þriðjudag verður svo Streetball körfuboltamót við félagsmiðstöðina kl 19:30 og allir hvattir til að taka þátt.