Á sunnudaginn fer fram árlega golfmótið um Gunnar Jón Guðmundsson sem lést af slysförum 1. apríl 2001, aðeins 16 ára að aldri. Nú þegar hefur talsverður fjöldi skráð sig til leiks og má reikna með að fyllist í mótið fljótlega.
Eins og undanfarin ár verður leikið Texas Scramble fyrirkomulag með forgjöf þar sem samanlögð vallarforgjöf leikmanna er deilt með 5. Lið getur ekki fengið hærri leikforgjöf en sem nemur vallarforgjöf forgjafarlægri kylfings liðsins.
Leiknar verða 18 holur og ræst út samtímis á öllum teigum kl. 09:00.
Vegleg verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin og nándarverðlaun á öllum par 3 brautum. Einnig verða verðlaun fyrir lengsta teighöggið á 17. braut og verða vinningar dregnir úr skorkortum.
Skráning í mótið fer fram á golf.is eða með tölvupósti til gummibaldursson@gmail.com fyrir kl. 20:00 laugardaginn 17. ágúst. Grillað verður í mótslok og kostar 5.500 þúsund krónur að taka þátt.