Þór Þorlákshöfn Icelandic Glacial meistarar

thor_glacialmeistarar01

vance_hall01
Bandaríkjamaðurinn Vance Hall var mjög góður í liði Þórs um helgina.

Þór Þ vann Hött í úrslitaleik Icelandic Glacial mótsins á sunnudag þar sem lokatölur urðu 96-54.

Þórsarar náðu snemma yfirhöndinni og varð fljótt ljóst í hvað stefndi. Varnarleikurinn var mjög öflugur og fyrir vikið var mikið um hraðaupphlaup og þá voru strákarnir einnig að hitta vel fyrir utan.

Allir leikmenn Þórs komu við sögu og voru margir að koma að stigaskorinu. Bandaríkjamaðurinn Vance Hall var að spila vel í þessum leik sem og í öllum leikjum mótsins og gerði 36 stig á 25 mínútum.

Stigahæstir í liði Þórs voru Vance Hall með 36 stig, Halldór Garðar Hermannsson með 17 stig og Ragnar Örn Bragason með 14 stig. Hjá Hetti var Hreinn Gunnar Birgisson lang atkvæðamestur með 30 stig.