Eitthvað hefur borið á því undanfarin ár að kettir hafa gert sig heimakomna á ókunnugum heimilum í Þorlákshöfn ef marka má færslur á íbúahópnum á Facebook, Íbúar í Þorlákshöfn og Ölfusi.
Nýjasta tilfellið birtist í Facebook hópnum í gær en þar birtir einn notandinn mynd af því sem virðist vera kattaskítur eða æla í sófasetti á heimili viðkomandi og með fylgir textinn: „Kæru kattareigendur í Þorlákshöfn, þið meigið endilega koma og þrífa kattaskítinn úr sófanum hjá mér. Það er alveg óásættanlegt að hvergi sé hægt að vera með opinn glugga án þess að kettir koma inn og skíta.“
Hafnarfréttir vildu því leita til lesenda sinna í Ölfusi með óformlegri könnun um lausagöngu katta:
Á að banna lausagöngu katta í Þorlákshöfn?
- Nei (51%, 193 atkvæði)
- Já (49%, 182 atkvæði)
Fjöldi atkvæða: 375
Loading ...