Elliði fluttur í Ölfusið

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss, er kominn með húsnæði í sveitarfélaginu og er því formlega kominn með lögheimili í sama sveitarfélagi og sjálf hamingjan.

„Við fjölskyldan munum byrja á að leigja hús í dreifbýlinu og hlökkum mikið til þess að deila lögheimili með sjálfri hamingjunni,“ sagði Elliði í samtali við Hafnarfréttir en hann hefur tekið á leigu Silfurberg í Ölfusi en það er í hlíðum Kögunarhóls á milli Hveragerðis og Selfoss.