Æfingar að hefjast hjá Tónum og Trix: Skora á alla 60 ára og eldri til að mæta

Söngfélag eldri borgara í Ölfusi, Tónar og Trix, hefja æfingar að nýju 8. október klukkan 16 undir stjórn Ásu Berglindar.

Þessi hressi sönghópur leitar nú eftir nýjum meðlimum: „Félagar í Tónum og Trix eru með þroskaðan meðalaldur. Þannig að nú sendum við út áskorun til allra sem náð hafa aldri 60+ og langar að prófa að koma. „Get ekki sungið“ er ekki til umræðu, það geta allir sungið segir Ása. Við syngjum af gleði, bara fyrir ánægjuna.“