Digiqole ad

Enn er von! – Ægir fær KFG í heimsókn í næstsíðasta leik sumarsins

 Enn er von! – Ægir fær KFG í heimsókn í næstsíðasta leik sumarsins

Næstsíðasti leikur tímabilsins hjá Ægi fer fram í dag á Þorlákshafnarvelli klukkan 14 en þá taka Ægismenn á móti KFG frá Garðabæ.

Staða Ægismanna er ekki góð þegar einungis tveir leikir eru eftir í 3. deildinni en það er samt örlítil von ennþá. Ægir þarf að vinna báða sína leiki og treysta á að Sindri tapi helst báðum sínum leikjum til að bjarga sér sér frá falli.

Nú er um að gera að fjölmenna á Þorlákshafnarvöll og hvetja Ægismenn til sigurs.