Badmintonæfingar hefjast eftir helgi

Badmintonæfingarnar munu hefjast aftur eftir sumarfrí sunnudaginn 2. september. Badminton er íþróttagrein sem hentar öllum, er auðvelt að læra og veitir góða alhliða hreyfingu. Í vetur munum við vera með æfingar fyrir börn og unglinga sem og trimmara æfingar þar sem fólk á öllum aldri getur mætt og haft gaman. Trimmara æfingarnar eru án þjálfara en hægt er að fá leiðbeiningar og smá kennslu. Nú er um að gera að taka spaðann af hillunni og rifja upp gamla takta eða jafnvel að læra nýja fyrir þá sem ekki hafa spilað áður. Æfingarnar verða sem hér segir:

  • Mánudaga Börn og unglingar frá kl. 18:00-19:00
  • Miðvikudaga Trimmarar frá kl. 20:30-22:00
  • Fimmtudaga Börn og unglingar frá kl. 18:00-19:00
  • Sunnudaga Trimmarar frá kl. 11:30-13:00

Æfingagjöldin fram að jólum eru 10.000 kr fyrir börn og unglinga, fullt gjald fyrir trimmara er 15.000 kr og hálft gjald 10.000 kr. Skráning fer fram á olfus.felog.is þar sem hægt er að nota frístundastyrkinn. Ekki er þörf á að eiga badmintonspaða til að æfa því félagið á spaða sem hægt er að fá afnot af.

Þjálfarar eru Karen Ýr Sæmundsdóttir s.865-1309 og Sæmundur Steingrímsson s.858-8829.

Með von um að sjá sem flesta
Stjórn Badmintondeildar UMF Þórs