Arna Björg ráðin yfirþjálfari fimleikadeildar Þórs

Arna Björg Auðunsdóttir hefur verið ráðin sem yfirþjálfari Fimleikadeildar Þórs og tekur hún við af Lindu Ósk Þorvaldsdóttur sem starfaði sem yfirþjálfari á síðasta tímabili.

Arna Björg er Þorlákshafnarbúi sem hefur æft fimleika frá blautu barnsbeini og starfað sem þjálfari hjá Hamri, Selfoss og Þór.

Arna Björg hefur þegar hafið störf en hún samdi við deildina til tveggja ára.