Halldór Garðar Hermannsson var valinn íþróttamaður Ölfuss nú á dögunum en hann er reynslumikill leikmaður og lykilmaður í körfuboltaliðinu okkar hér í Þorlákshöfn. Eins og við sögðum frá við þetta tilefni hefur Halldór verið í öllum yngri landsliðum KKÍ og leikið á Norðurlandamótum og Evrópumótum. Þá var hann á síðasta ári valinn í A-landslið Íslands sem keppti meðal annars á Smáþjóðaleikunum síðasta vor.
Halldór Garðar er Ölfusingur vikunnar að þessu sinni.
Fullt nafn:
Halldór Garðar Hermannsson
Aldur:
22 ára
Fjölskylduhagir:
Í sambandi með Kötlu Rún
Starf:
Þjálfa minnibolta 10 og 11 ára krakka í körfubolta og er að læra Íþrótta og heilsufræði í Háskóla Íslands
Hvað ertu búin að búa í Ölfusi í langan tíma?
Alla mína ævi
Hver er uppáhalds maturinn þinn?
Humar í forrétt og naut í aðalrétt, það er ekki leiðinlegt combo
Áttu þér uppáhalds bók, hver er hún?
Lord of the rings (Hringadróttins saga) , hef reyndar ekki lesið bækurnar en myndirnar eru geggjaðar
Hvaða kvikmynd getur þú horft á aftur og aftur?
Held að ég hafi horft oftast á Glory Road
Hvað hlustar þú mest á?
Flest allt nema óperu
Hver er þinn uppáhaldsstaður í Ölfusi?
Íþróttahúsið í Þorlákshöfn
Hvernig hressir þú þig við þegar þess þarf?
Góður félagsskapur bara held ég
Hver er þín helsta fyrirmynd?
Kobe Bryant R.I.P.
Hvaða lag fær þig til að dansa?
September með earth, wind and fire
Hefur þú grátið af gleði? Ef svo, hvað aðstæður kölluðu fram gleðitárin?
Nei ekkert sem ég man eftir
Hvað elskar þú við Ölfus?
Fólkið og hvað Ölfus er einstaklega fallegt
Hvað myndir þú vilja sjá í Ölfusi sem ekki er hér nú þegar?
Ljósabekk, nei ég segi svona…
Hver er uppáhalds æskuminningin þín?
Fara út á fótboltavöll og spila fótbolta með félögunum
Hvað dreymir þig um?
Dreymir um að verða Íslandsmeistari í körfubolta.
Áttu þér uppáhalds mottó, eða einhver orð sem þú hefur í huga dags daglega?
Yesterday is history, tomorrow is a mystery, but today is a gift. That is why it is called present
Hvað er framundan hjá þér?
Körfubolti og síðan verð ég 23 ára 21. febrúar
Eitthvað að lokum?
Langar bara að hvetja fólk til þess að mæta á körfuboltaleiki! Líf og fjör