Opinn fundur um kvótakerfið

Boðað hefur verið til fundar í Þorlákshöfn sunnudaginn 9. febrúar kl. 12 undir yfirskriftinni Til róttækrar skoðunar, gerum Ísland heilt á ný – kvótann heim. Í tilkynningu segir að þetta sé opinn fundur um kvótakerfið þar sem Gunnar Smári Egilsson, blaðamaður, sem hefur fylgst með þróun kvótakerfisins í sjávarútvegi og fjallað af innsæi og þekkingu um hvernig þetta kerfi hefur bókstaflega brotið Ísland. Hann talar fyrir róttækri uppstokkun og vill kvótann heim. Fundarstjóri er Ögmundur Jónasson og eru allir velkomnir. Fundurinn verður sem áður segir sunnudaginn 9. febrúar kl. 12 og haldinn á Hendur í höfn.
Hér má finna viðburðinn á facebook.