Gestur Þór Kristjánsson er Ölfusingur vikunnar að þessu sinni. Hann er húsasmíðameistari, forseti bæjarsjórnar Ölfuss og faðir þriggja dætra sem hann á með konu sinni Guðbjörgu Heimisdóttur.

Fullt nafn:
Gestur Þór Kristjánsson.

Aldur:
47 ára

Fjölskylduhagir:
Giftur Guðbjörgu Heimisdóttur og við eigum 3 dætur. Írenu Björk. Önnu Laufey og Olgu Lind.

Starf:
Húsasmíðameistari hjá Trésmiðju Heimis og forseti bæjarstjórnar Ölfuss.

Hvað ertu búin að búa í Ölfusi í langan tíma?
Ég hef búið hér í 25 ár.

Hver er uppáhalds maturinn þinn?
Góð nautasteik.

Áttu þér uppáhalds bók, hver er hún?
Það er bókin sem ég er að lesa það skiptið.

Hvaða kvikmynd getur þú horft á aftur og aftur?
Þær eru nokkrar. En einhvern vegin festist ég alltaf við Forest Gump.

Hvað hlustar þú mest á?
Mest á allskonar tónlist. En líka podköst

Hver er þinn uppáhaldsstaður í Ölfusi?
Þorlákshöfn og nærumhverfi hennar.

Hvernig hressir þú þig við þegar þess þarf?
Hugsa um þessar fjóra snillinga sem ég bý með. Á ekki skilið annað en vera hress.

Hver er þín helsta fyrirmynd?
Engin ein. En reyni að nýta mér það besta úr fólki sem ég kynnist á lífsleiðinni. Það er alltaf til eitthvað gott í öllum.

Hvaða lag fær þig til að dansa?
Góð spurning.

Hefur þú grátið af gleði? Ef svo, hvað aðstæður kölluðu fram gleðitárin?
Já. Verð til dæmis að viðurkenna að það runnu tár öll þrjú skiptin þegar stelpurnar mínar fæddust.

Hvað elskar þú við Ölfus?
Samfélagið

Hvað myndir þú vilja sjá í Ölfusi sem ekki er hér nú þegar?
Til dæmis hjúkrunarheimili.

Hver er uppáhalds æskuminningin þín?
Sumrin í sveitinni sem ég ólst upp í.

Hvert dreymir þig um að fara?
Enginn ákveðinn staður. En finnst gaman að ferðast um bæði innan og utanlands.

Áttu þér uppáhalds mottó, eða einhver orð sem þú hefur í huga dags daglega?
Höfum gaman af þessu.

Hvað er framundan hjá þér?
Halda áfram að lifa lífinu.

Eitthvað að lokum?
Látum okkur líða vel þar sem við erum.