Fasteignamat íbúða hækkar um 15,2 prósent í Ölfusi samkvæmt nýju fasteignamati Þjóðskrár Íslands fyrir árið 2021. Aðeins í Akrahreppi og á Ísafirði er meiri hækkun milli ára.
Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 2,1 prósent frá yfirstandandi ári og verður 9.429 milljarðar króna.
Þá hefur fasteignamat sumarhúsa hækkað mest í Ölfusi eða um 7,7 prósent. Fasteignamat sumarhúsa fyrir árið 2021 stendur þó nánast í stað á milli ára þegar litið er á landið í heild en hækkar að meðaltali um 0,1%.