Seinustu ár hefur mikil umræða verið um Landeyjarhöfn og stöðuna sem hún er í. Margir sérfræðingar hafa komið að verkefninu í gegnum árin og einn af þeim er Sævar M. Birgisson skipaverkfræðingur en hann var í starfshópi um hönnun og smíði nýrrar ferju.
„Mín skoðun er einfaldlega sú að þetta sé vitlaus nálgun. Það þarf að taka Þorlákshöfn meira inn í myndina. Hönnuðir vinna eftir því sem fyrir þá er lagt. Skoða þarf málin mun betur og láta reynsluna tala. Ég vil ekki dæma Landeyjahöfn úr leik en hún hefur bara sýnt að hún dugar ekki allt árið.“ Sagði Sævar í samtali við Morgunblaðið
Að hans mati þá gat hann lítil áhrif haft í starfshópnum þar sem það var búið að ákveða mikið fyrir fram og telur hann að menn þurfi að staldra aðeins við og viðurkenna að mistök hafi verið gerð sem ekki er hægt að bjarga með nýju skipi.
Fréttina má nálgast í heild á vef Morgunblaðsins.