Aldursdreifing íbúa hefur breyst töluvert í Ölfusi

aldurssamsetning í ÖlfusiÁ seinustu 17 árum hefur aldurssamsetning íbúa í sveitarfélaginu breyst töluvert en þetta kemur fram í gögnum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Á myndinni sem fylgir þessari frétt má sjá að íbúar sveitarfélagsins eru að eldast og börnum undir 15 ára hefur fækkað mikið frá því árið 1998. Á þessari mynd er miðað við 1. janúar árið 1998 þegar íbúar voru 1.526 og svo 1. janúar árið 2015 þegar íbúar voru 1.885.

Svipaða þróun má sjá í nágrannasveitarfélögum okkar en þeir sem hafa áhuga geta kynnt sér reiknilíkan Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þar má sjá aldurssamsetningu í öllum sveitarfélögum landsins.

Þessi þróun hefur leitt það af sér að nemendum í Grunnskólanum í Þorlákshöfn hefur fækkað umtalsvert á seinustu árum. Í byrjun aldarinnar voru nemendur í grunnskólanum 248 og voru þeir á bilinu 238-250 allt til ársins 2010 þegar þeir voru 242. Frá þeim tíma hefur nemendum fækkað  mikið en í byrjun skólaársins í ár voru nemendur um 200 talsins. Rétt er þó að halda því til haga að nemendum hefur fjölgað frá því að skólinn var settur.