Undanúrslit og úrslit Lengjubikarsins færð á Selfoss

Basketball going through the basket at a sports arena (intentionEins og við greindum frá í gærkvöldi þá eru Þórsarar komnir í undanúrslit í Lengjubikarnum í körfubolta. Úrslitaleikirnir í karlaflokki fara allir fram í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi á föstudag og laugardag.

Upphaflega áttu úrslitaleikirnir að vera spilaðir á Sauðárkróki en þegar ljóst var að Tindastóll ætti ekki lið í úrslitum var ákveðið að úrslitin færu fram á suðvesturhorni landsins þar sem að öll liðin koma þaðan.

Þórsarar mæta Haukum í undanúrslitum á föstudaginn, 1. október, kl. 20:30. Ef Þór vinnur þann leik mun liðið spila til úrslita á laugardaginn við annaðhvort Stjörnuna eða FSu og hefst sá leikur kl. 16:30.

Dagskráin í Iðu um helgina:

  • Föstudagur 2. október Iða Selfossi
    Kl. 18.15 FSu-Stjarnan
    Kl. 20.30 Þór Þ.-Haukar
  • Laugardagur 3. október Iða Selfossi
    Kl. 14.00 Úrslitaleikur kvenna
    Kl. 16.30 Úrslitaleikur karla