Þór í undanúrslit – Viðtal við Einar Árna eftir leik

vance_hall01Þórsarar eru komnir í undanúrslit í Lengjubikar karla í körfubolta eftir flottan sigur á Tindastól 85-75 í Þorlákshöfn í kvöld.

Gestirnir byrjuðu leikinn betur en Þórsarar hertu tökin um miðbik fyrsta leikhluta og staðan eftir 1. leikhluta 19-19. Þór kom inn í 2. leikhluta af miklum krafti og náðu ágætis forskoti á Tindastól en staðan í hálfleik var 45-38 Þórsurum í vil.

Meira jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik en Þórsarar sigldu á endanum flottum sigri í höfn gegn feiknar sterku liði Tindastóls.

Vance Hall átti stórleik í liði Þórs með 30 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar. Næstir voru Emil með 17 stig, Raggi Nat með 14 og 9 fráköst og Ragnar Örn setti einnig 14 stig.

Axel Örn var í Icelandic Glacial höllinni í kvöld og náði tali af Einari Árna þjálfara Þórs eftir sigurinn. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.