Á sunnudaginn, 11. október, verður hátíðarmessa í Þorlákskirkju í tilefni 30 ára vígsluafmælis kirkjunnar.
Biskup Íslands frú Agnes Sigurðardóttir prédikar, sóknarprestur og Guðmundur Brynjólfsson, nýráðinn djákni, þjóna fyrir altari.
Kór Þorlákskirkju syngur undir stjórn Jörg Sondermanns sem spilar sína kveðjumessu.
Messan hefst kl. 14:00 og eftir messu verður kaffi í Ráðhúsinu þar sem Sigurður Jónsson lýsir byggingu kirkjunnar.