Þá er komið að því sem allir körfuboltaunnendur hafa beðið eftir en í kvöld hefjast 8-liða úrslitin í rimmu Þórs og Hauka.
Fyrsti leikurinn fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld og hefst hann klukkan 19:15.
Vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram í undanúrslitin en Haukar eiga heimaleikjaréttinn þar sem þeir enduðu í fjórða sæti deildarkeppninnar.
Hafnarfréttir skora á Þorlákshafnarbúa að fjölmenna í Hafnarfjörðinn í kvöld og styðja strákana til sigurs.