Lúðrasveit Þorlákshafnar kvaddi Róbert A. Darling, stjórnanda sinn til 33 ára, með frábærum tónleikum í Íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn í kvöld.
Fullt hús af tónleikagestum skemmtu sér konunglega við hressa og skemmtilega tónlist sveitarinnar. Anna Margrét Káradóttir, klarinettleikari LÞ, söng í nokkrum lögum og gerði það af mikilli snilld.
Hafnarfréttir voru á staðnum og sendu út tvö lög frá tónleikunum í beinni útsendingu á Facebook. Hér að neðan má heyra lögin Ég er kominn heim og Alltaf á Heimaey í flutningu Lúðrasveitar Þorlákshafnar frá tónleikunum í kvöld.
Róbert þakkaði að lokum Þorlákshöfn sérstaklega fyrir allt saman. Hafnarfréttir vilja nýta tækifærið og þakka Róberti fyrir þá frábæru hluti sama hann hefur gert fyrir tónlistarlíf bæjarfélagsins.