Kjörsókn komin í 17,1%

ráðhúsiðÞessa dagana er í gangi rafræn íbúakosning í Ölfusi, eins og hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum. Alls hafa 245 einstaklingar eða 17,1% þeirra sem eru á kjörskrá nýtt sér kosningarétt sinn. Er þetta töluvert minni kosningaþátttaka en í seinustu kosningum. Sem dæmi má nefna að árið 2005 þegar kosið var um sameiningu Ölfus og Flóa þá var kosningaþátttakan í Ölfusi rúmlega 70%. Rafrænu kosningunni er aftur á móti ekki lokið og geta íbúar kosið fram til 27. mars nk.

Í þessum kosningum er ekki verið að kjósa um það hvort sameina eigi sveitarfélögin heldur er einungis verið að kanna hvort íbúar séu hlynntir því að skoða sameiningu við önnur sveitarfélög. Ef meirihluti íbúa er hlynntur því þá verður farið í vinnu við að meta kosti og galla sameiningar og íbúarnir munu að loku, kjósa um sameiningu.