Átta liða úrslitin hefjast á Sauðárkróki í kvöld

thorsteinn_thor011Í kvöld fer fram fyrsti leikur Þórs og Tindastóls í 8 liða úrlsitum Domino’s deildarinnar í körfubolta.

Leikurinn fer fram á Sauðárkróki, heimavelli Tindastóls, en þeir eiga heimavallarétt í rimmu liðanna. Vinna þarf 3 leiki til að komast áfram í undanúrslit.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og fyrir þá sem ekki eiga leið á Krókinn í kvöld geta fylgst með leiknum á Tindastóll TV.

Leikur tvö fer síðan fram á mánudaginn í Þorlákshöfn.