Sjö sóttu um skólastjórastarfið

grunnskólinnSjö umsóknir bárust um stöðu skólastjóra við Grunnskólann í Þorlákshöfn. Umsóknarfrestur rann út 15. mars síðastliðinn.

Halldór Sigurðsson lætur af störfum að loknu þessu skólaári eftir 27 ára starf sem skólastjóri við Grunnskólann í Þorlákshöfn.

Eftirfarandi aðilar sóttu um starfið:

  • Gerður Ólína Steinþórsdóttir
  • Guðrún Jóhannsdóttir
  • Jón Einar Haraldsson
  • Júlía Guðjónsdóttir
  • Laufey Jónsdóttir
  • Lind Völundardóttir
  • Róbert Grétar Gunnarsson