Hestdagur Háfeta í Reiðhöll Guðmundar

hestar2Í dag, laugardag, verður sýning í reiðhöll Guðmundar í Þorlákshöfn þar sem börn sýna listir sínar á hestum.

Börnin hafa öll tekið þátt í reiðnámskeiði í vetur og ætla að sýna hversu gott samband er á milli þeirra og hestanna.

Allir eru velkomnir í reiðhöllina til að fylgjast með þessum ungu og efnilegu hestamönnunum.

Sýningin hefst klukkan 14 og er aðgangur ókeypis. Kaffiveitingar verða til sölu á staðnum.