Þór – Tindastóll: Leikur 2 í höfninni í kvöld

thor_stjarnan-14Í kvöld, mánudag, fer fram annar leikur Þórs og Tindastóls í 8 liða úrslitum Domino’s deildarinnar í körfubolta. Að þessu sinni er komið að heimaleik í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn.

Staðan í viðureign liðanna er 1-0 fyrir Tindastól þar sem þeir unnu fyrsta leikinn síðastliðinn föstudag. Það er því mjög mikilvægt fyrir lið Þórs að vinna leikinn í kvöld en það lið sem vinnur 3 leiki fer áfram í undanúrslit.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og hvetjum við Þorlákshafnarbúa til að fjölmenna á völlinn og láta í sér heyra.