Bríet kemur fram á Hendur í höfn á laugardag – Viðtal

Laugardaginn 6. júlí kemur Bríet fram á Hendur í höfn. Bríet skaust hratt upp á stjörnuhimininn árið 2018 og hefur í kjölfarið spilað vítt og breitt bæði hérlendis og erlendis. Hún hlaut verðlaun sem söngkona ársins á Hlustendaverðlaununum og var einnig tilnefnd sem bjartasta vonin á íslensku tónlistarverðlaununum fyrir árið 2018.

En hver er þessi Bríet sem svo margir eru að tala um kunna einhverjir að spyrja sig. Við sendum henni nokkrar spurningar og neðst í fréttinni má einnig sjá tvö myndbönd þar sem hún flytur bæði sína tónlist og Eurovision slagarann Euphoria.

Segðu okkur aðeins frá þér, hver er Bríet?
Hæj ég Heiti Bríet Elfar og er ung kona á leið i ævintýri sem er þetta crazy líf sem við lifum. Ég ólst upp í Grafarvogi en bý núna í Laugardalnum.

Manstu eftir að hafa ákveðið á einhverjum tímapunkti með sjálfri þér að þú viljir vera söngkona? Ef svo, hvað getur þú sagt okkur frá því augnabliki? 

Ég man eftir því að vera lítil að læðast inn í herbergið hjá mömmu minni til þess að stela hælaskóm og hálsfesti, fara fyrir framan spegilin og þykjast vera poppstjarna, hvort það hafi verið þá sem ég vissi að ég ætlaði mer að vera söngkona er ég ekki viss um en ég held að það hafi alltaf verið eitthvað í mér sem vissi að sá ferill væri eitthvað sem ég myndi stefna á.

Hvað hefur komið þér mest á óvart eftir að þú fórst að starfa sem söngkona? 

Hvað fólk er jákvætt og til í að gera alls konar rugl sem mér dettur í hug með mér. Fólk kemur mér sífellt á óvart.

Ef allir þínir draumar munu rætast, hvað verður þú að gera eftir 10 ár? 

Ég væri í húsinu mínu á Balí að slaka á með fjölskyldunni minni fyrir næsta tónleikaferðalag sem væri framundan. 

Áttu einhver ráð fyrir ungar stelpur sem dreymir um að verða söngkonur? 

Do it. Vertu meðvituð um hvað þú ert fær og hæfileikarík og vertu þinn eigin boss og do it. Því ef þú gerir ekkert þá áttu ekki möguleikan á að fólk heyri stöffið þitt.

Hverju mega áhorfendur á Hendur í höfn búast við á tónleikum þínum næsta laugardag? 

Kósy þægilegum tónleikum. Örugglega mikið babl í mér en aðalega falleg útsetning af tónlistinni minni.

Miðasalan á tónleikana er í fullum gangi en enn er hægt að nálgast miða á tix.is og svo er bent á borðapantanir á hendurihofn@hendurihofn.is fyrir þau sem vilja fá sér Bríetar borgarann eða eitthvað annað fyrir tónleika.