Öruggur sigur Ægismanna

Ægismenn unnu feiknar sterkan sigur á KFR í 4. deildinni í fótbolta þegar liðin mættust á Þorlákshafnarvelli í kvöld.

Leikurinn byrjaði vel fyrir Ægismenn sem skoruðu tvö mörk á fyrstu tíu mínútum leiksins. Í síðari hálfleik héldu þeir áfram og bættu við þriðja markinu og þar við sat. Þar með var öruggur 3-0 sigur Ægismanna í höfn.

Eftir þennan sigur sitja Ægismenn og Elliði efstir í deildinni með 17 stig en Elliði með ögn betri markatölu. Næsti leikur Ægismanna er eftir tvær vikur þegar þeir mæta Kóngunum á útivelli.