Þórsarar semja við Omar Sherman

Omar Sherman í leik með William Penn háskólanum. Mynd: Oskaloosa News

Þórsarar hafa samið við Bandaríkjamanninn Omar Sherman um að leika með liðinu í Domino’s deildinni í körfubolta á næsta tímabili. Þórsarar greina frá þessu á Facebook síðu sinni.

Omar er 23 ára kraftframherji og er 206 cm hár. Hann hóf háskólaferilinn í University of Miami sem leikur í ACC riðli háskólaboltans. Næst lá leið hans í Loisiana Tech háskólann sem leikur í Conference USA riðlinum. Hann var byrjunarliðsmaður hjá Loisiana Tech og skilaði þar 11 stigum og 6 fráköstum að meðaltali í leik. Omar var síðan frá í eitt tímabil vegna meiðsla og kláraði svo skólaferil sinn hjá William Penn sem leikur í NAIA riðlinum. Þar var hann með 16 stig, 9 fráköst, 1.5 varin skot í leik ásamt 2 stoðsendingum að meðaltali.

Fyrir voru Þórsarar búnir að semja við Króatann Marko Bakovic um að leika með liðinu á næsta tímabili.