Vladimir Nemcok til Þórsara sem eru klárir í átök vetrarins

Áfram halda fréttir af leikmannamálum Þórsara í körfuboltanum en fyrr í dag var greint frá nýjum bandarískum leikmanni, Omar Sherman, og nú í kvöld greina Þórsarar frá því að liðið hefur samið við Slóvakann Vladimir Nemcok um að leika með liðinu í Domino´s deildinni á næstu leiktíð.

Vladimir, sem er 23 ára leikstjórnandi, lék á síðustu leiktíð með Alicante á Spáni og einnig með RHEIN STARS KOELN í Þýskalandi þar sem hann var með um 12 stig, 4.5 fráköst og 7.3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Áður lék hann í nokkur ár með Oklahoma Baptist í 2. deild háskólaboltans. Þar var hann með 12 stig, 6,7 stoðsendingar og 4,3 fráköst að meðaltali síðasta árið sitt í skóla. Þá lék hann með öllum yngri landsliðum Slóvakíu.

Þar með eru Þórsarar orðnir klárir í komandi átök í Domino’s deildinni í vetur.