Marko Bakovic til Þórsara

Marko Bakovic (í svörtu treyjunni) hefur samið við Þórsara.

Þórsarar hafa samið við Króatann Marko Bakovic um að leika með liðinu á næsta tímabili í Domino’s deildinni í körfubolta.

Marko Bakovic lék í efstu deild í Króatíu með liðinu KK Gorica á síðustu leiktíð. „Hann er fjölhæfur framherji sem hefur leikið með unglingalandsliðum Króata bæði í U18 og U20,“ segir í tilkynningu Þórsara.

Á síðustu leiktíð var hann með að meðaltali 13,2 stig og 6,2 fráköst í leik í deildinni.