Allir íbúar í hverju sveitarfélagi eru jafn mikilvægir. Þá skiptir engu um hver þeirra bakgrunnur er, aðstæður þeirra eða búseta. Íbúar í Sveitarfélaginu Ölfusi voru samkvæmt Hagstofu Íslands 2481 þann 1. janúar síðastliðinn og þar af búa 561 íbúi í dreifbýli Ölfuss. Við á Íbúalistanum viljum af mikilli einlægni setja okkur vel inn í mál […]Lesa meira
Í dag kl. 17:00 bjóða Íslenskar fasteignir, í samstarfi við Ölfus Cluster, til opins fundar til að kynna áform um byggingu hótels og viðburðarvettvangs í nágrenni Þorlákshafnar. Um er að ræða afar umfangsmika framkvæmd sem enn er á hugmyndastigi. Meðal þess sem verið er að horfa til eru framkvæmdir við hótel, baðlón, veitingastaði, sumarhús, strandaðstöðu […]Lesa meira
Ölfus Cluster vinnur nú að því að koma upp málþingi og vinnustofu undir kjörorðunum „Frá hugmynd að fullgerðri afurð á 100 mínútum“. Málþingið sem verður haldið þriðjudaginn 5. apríl frá 14:00 til 16:00 er sérstaklega miðað verðandi frumkvöðlum og hugmyndaríkum íbúum en þar gefst gestum og gangandi einnig tækifæri til að kynna sér hluta þeirra […]Lesa meira
Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninga, sem fram fara 14. maí 2022, rennur út kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 8. apríl 2022. Kosið verður til bæjarstjórnar í Sveitarfélaginu Ölfusi. Framboðslistar skulu hafa borist kjörstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss fyrir ofangreindan tíma. Tekið er á móti framboðslistum í ráðhúsi Ölfuss, Hafnarbergi 1 í Þorlákshöfn, föstudaginn 8. apríl 2022 frá klukkan 11:00 […]Lesa meira
Húsnæðissamvinnufélagið Elliði auglýsir til sölu búseturétt í parhúsi sem staðsett er í byggðakjarna eldri borgara í Þorlákshöfn. Um er að ræða Mánabraut 15 í Þorlákshöfn Til sölu er búseturéttur í 2ja svefnherbergja íbúð í parhúsi. Í heildina er eignin 122,5 fm. og þar af er bílskúrinn 28,6 fm. Húsið var byggt árið 2007 og er […]Lesa meira
XB Framfarasinnar bjóða Ölfusingum til samtals um málefni sem snertir dreifbýlið miðvikudaginn 30. mars kl. 20.00 í Birkihlíð, húsi Kvenfélagsins Bergþóru. Vonumst til að sjá sem flesta. Heitt á könnunni. FrambjóðendurSamtal um dreifbýli ÖlfussLesa meira
Frambjóðendur á D-listanum í Ölfusi vilja bjóða þér á íbúafundi þar sem kallað er eftir hugmyndum og sjónarmiðum íbúa varðandi uppbyggingu og framtíð Sveitarfélagsins Ölfuss. Tímasetningar funda:29. mars kl. 20:00 í Ráðhúsi Ölfuss31. mars kl. 20:00 í Efstalandi Við viljum bjóða þér að taka þátt í vinnu þar sem allar hugmyndir um betra samfélag eru […]Lesa meira
XB-Framfarasinnar í Ölfusi munu bjóða fram lista í komandi sveitastjórnarkosningum. Listinn samanstendur af öflugum hópi íbúa, bæði úr þéttbýli og dreifbýli Ölfuss. Frambjóðendurnir eru með fjölbreyttan bakgrunn og eiga það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á samfélagsmálum og metnað til að vinna að bættu samfélagi og vönduðum vinnubrögðum. XB-Framfarasinnar leggja áherslu á að mótun stefnumála […]Lesa meira
Íbúalistinn er nýtt framboð í Sveitarfélaginu Ölfusi. Það eru kraftmiklir og ólíkir einstaklingar sem mynda Íbúalistann en það sem sameinar þá er ástríða fyrir velferð samborgara sinna og viljinn til að bjóða fram krafta sína á komandi kjörtímabili til að vinna að málefnum Sveitarfélagsins Ölfuss. Íbúalistinn vinnur nú að mótun stefnumála og vill gera það […]Lesa meira
Sjálfstæðisfélagið Ægir hefur samþykkt framboðslista Sjálfstæðisflokks, D-listans fyrir komandi sveitastjórnarkosningar í Sveitarfélaginu Ölfusi þann 14. maí næstkomandi. Á listanum er fjölbreyttur hópur fólks með víðtæka þekkingu og reynslu úr ólíkum áttum. Mikil endurnýjun er á listanum en einnig er þar að finna reynslumikla einstaklinga á sviði sveitarstjórnarmála sem hafa komið að ábyrgri stjórnun þess seinustu […]Lesa meira