Kraftlyftingamót haldið í Þorlákshöfn

runargunnars01Kraftlyftingamót verður haldið í Þorlákshöfn í fyrsta sinn, eftir því sem við komumst næst þann 21. desember næstkomandi.

Keppt verður í tveimur greinum, bekkpressu og réttstöðulyftu. Keppnisfyrirkomulag er á þann veg að keppt verður í því hver lyftir mestri þyngd umfram eigin líkamsþyngd, svo að léttur keppandi geti keppt við þyngri andstæðing á jafnréttisgrundvelli.

Sá sem stendur fyrir þessu móti er Rúnar Gunnarsson og sagði hann í viðtali við okkur að kominn væri tími á að skera úr hver væri sterkastur karla og kvenna í Þorlákshöfn. „Það hefur orðið gríðarlega mikil vakning í líkamsrækt og all margir sem hafa snúið sér alfarið eða að einhverju leiti að kraftlyftingum,“ sagði Rúnar að lokum.

Skráning á mótið fer fram á Facebook í pósti til Rúnars, eða hjá honum í síma 691 5249.