Digiqole ad

Sveinn á Litlalandi nýkjörinn formaður Félags Hrossabænda

 Sveinn á Litlalandi nýkjörinn formaður Félags Hrossabænda

Sveinn er hér ásamt Jennýju eiginkonu sinni.

Sveinn er hér ásamt Jennýju eiginkonu sinni.
Sveinn er hér ásamt Jennýju eiginkonu sinni.

Sveinn Steinarsson hrossabóndi og fyrrum útgerðarmaður frá Litlalandi í Ölfusi hefur verið kjörinn formaður Félags Hrossabænda. Sveinn var kjörinn formaður á aðalfundi félagsins síðastliðinn föstudag en formaður er kjörinn til þriggja ára í senn.

Sveinn rekur í dag hrossabúgarð á Litlalandi en hann hefur alfarið snúið sér að hrossaræktun eftir að hann seldi útgerð sína.

Í samtali við hestafréttir.is var Sveinn fullur tilhlökkunar fyrir nýja starfinu. „Starfið leggst vel í mig og hlakka ég til kynnast þeirra fjölmörgu verkefna sem frammundan eru. Mig langar að stuðla að meiri samvinnu í hestasamfélaginu, á því þurfum við að halda.“

Aðspurður um breytingar í starfi félagsins segist hann fyrst og fremst vilja meiri samstöðu innan þess.