Styrmir bætir 28 ára gamalt íslandsmet í hástökki



styrmirdan_hastokkStyrmir Dan Steinunnarson frjálsíþróttamaður í Þór stóð sig glæsilega á Aðventumóti Ármanns á laugardag. Styrmir vippaði sér yfir 1,90m í hástökki og setti tvöfalt Íslandsmet bæði í flokki 14 ára og 15 ára.

Styrmir bætti 28 ára gamalt met Þrastar Ingvarssonar úr USAH um 5 sm. og 35 ára met Stefáns Þórs Stefánssonar úr ÍR um 2 sm.

Styrmir er þar með orðinn annar Íslendingurinn sem nær að stökkva yfir 1,90m fyrir 15 ára aldur en Stefán Þór stökk 1,90m utanhús 14 ára gamall árið 1977. Það má til gamans geta að Patrik Sjöberg stökk 1,91m þegar hann var 14 ára en sá kappi sló seinna heimsmetið og varð heimsmeistari í Róm árið 1987. Sjöberg stökk hæst 2,42m.

Rúnar Hjálmarsson þjálfari Þórs og Styrmir Dan verða í viðtali í Sportþættinum Mánudagskvöld á Útvarpi Suðurlands í kvöld klukkan 21:00.

Hér að ofan má sjá stökkið hjá þessum flotta  frjálsíþróttamanni okkar.