Fannar Yngvi í landsliðið

Fannar Yngvi sést hér ásamt Írenu Björk en þau klipptu á borðann við vígslu nýju stúkunnar í Þorlákshöfn.
Fannar Yngvi sést hér ásamt Írenu Björk en þau klipptu á borðann við vígslu nýju stúkunnar í Þorlákshöfn á dögunun.

Fannar Yngvi Rafnarsson, frjálsíþróttamaður í Þór, hefur verið valinn í íslenska landsliðið í fjölþraut sem keppir á Norðurlandamóti unglinga, 15-22 ára. Fannar er fædur árið 1998 og keppir í flokki 16-17 ára.

Norðurlandamótið verður haldið í Kópavogi helgina 7.-8. júní næstkomandi og verður gaman að fylgjast með þessum öfluga frjálsíþróttamanni.