Ný sundlaug tekin í notkun í Þorlákshöfn

Að þessu sinni í Gamalt og gott er það úrklippa úr Sveitarstjórnarmálum frá árinu 1982 þar sem sagt er frá nýrri sundlaug í Þorlákshöfn.

sundlauginNý sundlaug hefur verið tekin í notkun í Þorlákshöfn. Hún er útilaug, 25 m löng, 12 m breið og 2.10 m á dýpt, þar sem dýpst er, en 90 cm, þar sem grynnst er. Sundlaugin hefur verið eitt ár í smíðum og kostaði samtals 1.791 þús. króna. Með þeim kostnaði er talin, auk laugarinnar, búningsaðstaða í 137 fm húsi og tvær heitar setlaugar, gufubað og frágangur lóðar. Sundlaugin er reist við grunnskólann, og þar í grennd er gert ráð fyrir íþróttahúsi. Verkfræðistofa Suðurlands á Selfossi hannaði sundlaugarmannvirkið, en aðalverktaki við framkvæmdina var Hannes Gunnarsson, byggingarmeistari í Þorlákshöfn. Að öðru leyti hafði Sverrir Sigurjónsson, byggingarfulltrúi Ölfushrepps, veg og vanda af umsjón með mannvirkinu.

sundlaugarklefiVið sundlaugina eru tveir fastir starfsmenn, og hefur nýting laugarinnar frá því hún var tekin í notkun í aprílmánuði sl. verið mjög mikil. Aðsókn hefur verið samanlagt um 20 þúsund manns eða sem svarar því, að hver íbúi Þorlákshafnar hafi sótt hana 20 sinnum.

Alla greinina má finna á vefsíðunni Tímarit.is.