Lúðrasveit Þorlákshafnar sló í gegn í Lettlandi – myndband

ludrasveit_lettland01Eins og Hafnarfréttir greindu frá í vikunni þá er Lúðrasveit Þorlákshafnar stödd í Lettlandi þar sem sveitin tók þátt í alþjóðlegu lúðrasveitamóti um helgina. Hluti af hátíðinni var keppni á milli lúðrasveitanna sem tóku þátt og endaði lúðrasveitin okkar í öðru sæti.

Meðfylgjandi myndir af lúðrasveitinni voru teknar í gær en lúðrasveitamótið fór fram í bænum Auce í Lettlandi. Lúðrasveitamótið er haldið samhliða árlegri bæjarhátíð sem var nú haldin í 20. skiptið.


Auce og Ölfuss gengu í vinabæjarsamstarf á hátíðinni og var Gunnsteinn, bæjarstjóri Ölfuss, með í för og undirritaði samning þess efnis við opinbera athöfn.

Hér að neðan má sjá myndband af Lúðrasveit Þorlákshafnar marsera inná hátíðarsvæðið í gær. Nánar verður fjallað um ferðina síðar.