Lúðrasveit Þorlákshafnar til Lettlands

ludrasveitinLúðrasveit Þorlákshafnar heldur á morgun til Lettlands þar sem sveitin tekur þátt í International Brass Band Festival sem fram fer í bænum Auce um helgina.

Hróður lúðrasveitarinnar okkar hefur greinilega borist út fyrir landsteinana þar sem sveitinni var á síðasta ári boðið að taka þátt í þessari hátíð í Lettlandi.

Hátíðin hefst á fimmtudaginn og lýkur á sunnudaginn og mun Lúðrasveit Þorlákshafnar leika á minnst þremur tónleikum um helgina. Eftir hátíðina í Auce fer lúðrasveitin til Riga, höfuðborgar Lettlands, þar sem þau ætla að eyða síðasta deginum fyrir brottför á mánudaginn.