Vinnuskólinn staðið sig frábærlega í ár

vinnuskoli01Í ár líkt og seinustu ár hefur vinnuskóli verið starfræktur á vegum sveitarfélagsins. En í vinnuskólanum fá flest, ef ekki öll, ungmenni í Þorlákshöfn sín fyrstu kynni af alvöru vinnu.

Markmið vinnuskólans er að bjóða upp á hollt og uppbyggjandi sumarstarf fyrir ungmenni.  Í honum er boðið uppá fjölbreytt störf á mismunandi vinnusvæðum.  Unglingarnir fá fræðslu um notkun og meðferð algengra verkfæra ásamt fræðslu um náttúru og umhverfi. Það má því segja að vinnan sé í senn uppeldi, afþreying, kennsla, vinna og tekjusköpun fyrir ungmennin.

Margir íbúar hafa haft orð á því hvað bærinn er snyrtilegur og fallegur í ár og er það þessum ungmennum sem og öðrum starfsmönnum sveitarfélagsins að þakka.

Davíð Halldórsson, umhverfisstjóri sveitarfélagsins, sagði í samtali við Hafnarfréttir að hann væri virkilega ánægður með krakkana sem væru alveg hörkuduglegir og ekki væru flokkstjórarnir síðri.

Myndirnar sem fylgja með þessari frétt eru teknar af starfsmönnum vinnuskólans sem hafa unnið hörðum höndum í sumar við að gera bæinn okkar snyrtilegan. Einnig er mynd sem tekin var þegar vinnuskólinn platnaði trjám í Landgræðsluskóga upp á sandi en ungmennin gerðu sér lítið fyrir og plötuðu um 7.000 plöntum þar.