Digiqole ad

Þór tapaði fyrir Íslandsmeisturunum í miklum baráttuleik

 Þór tapaði fyrir Íslandsmeisturunum í miklum baráttuleik

IMG_20160116_115837Þór fékk Íslandsmeistara KR í heimsókn í Icelandic Glacial höllina í Þorlákshöfn í gærkvöldi.

Svo fór að gestirnir úr Vesturbænum fóru með sigur af hólmi 73-81 í skemmtilegum og jöfnum leik.

Vance Hall var stigahæstur í liði Þórs með 30 stig, Grétar átti flotan leik og bætti við 13 stigum og tók 12 fráköst, Raggi Nat skoraði 10 stig og tók 13 fráköst, Halldór Garðar 9 og Davíð Arnar 6 stig. Aðrir skoruðu minna.