Aðalfundur Bókabæjanna Austanfjalls

bokabaeir01Aðalfundur Bókabæjanna austanfjalls 2016 verður haldinn í Listasafni Árnesinga í Hveragerði, fimmtudaginn 7. apríl 2016 og hefst hann kl. 18:00.

Dagskrá aðalfundar er hefðbundin:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. Skýrsla stjórnar lögð fram.
  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar.
  4. Lagabreytingar.
  5. Ákvörðun félagsgjalds.
  6. Kosning í stjórn og kosning tveggja skoðunarmanna.
  7. Verkefni framundan
  8. Önnur mál.

Við vekjum athygli á því að kjósa þarf einn stjórnarmann, þannig að þeir sem hafa áhuga á að taka sæti í stjórn eru vinsamlegast beðnir um að mæta og/eða hafa samband fyrir fundinn.

Í fundarhléi verður hægt að kaupa súpu og brauð á 800 kr.

Allir eru velkomnir á fundinn og er tilvalið að nota tækifærið og skoða sýningar þær sem nú standa yfir í Listasafninu.

Stjórn Bókabæjanna austanfjalls
bokaustanfjalls@gmail.com