Digiqole ad

SamEvrópska HREYFIVIKAN ”MOVE WEEK”

 SamEvrópska HREYFIVIKAN ”MOVE WEEK”

hreyfivika01Hreyfivikan fer fram um gjörvalla Evrópu dagana 23. til 29. maí nk. Hreyfivikan eða ”MOVE WEEK” er hluti af “The NowWeMove 2012-2020 ” herferð International Sport and Culture Association (ISCA) sem hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum til heilsubótar.

Framtíðarsýn herferðarinnar er “að 100 milljónir fleiri Evrópubúa verði orðnir virkir í hreyfingu og íþróttum fyrir árið 2020” ”að fólk finni sína hreyfingu sem hentar því”. Hreyfivikan er almenningsíþrótta verkefni á vegum Ungmennafélag Íslands í samstarfi við yfir 200 grasrótarsamtök í Evrópu sem öllu eru aðilar að International Sport and Culture Association (ISCA).

Sambandsaðilar UMFÍ munu taka virkan þátt í Hreyfivikunni ”MOVE WEEK” í haust og bjóða upp á fjölda viðburða og tækifæra fyrir fólk til að kynna sér fjölbreytta hreyfingu sér til heilsubótar. Fylgist með á www.umfi.is.

Við hvetjum alla sem taka þátt í vikunni að merkja myndir á samfélagsmiðlum undir myllumerkjunum #minhreyfing og #umfi.

Dagskrá í Þorlákshöfn

Mánudagur 23. maí
Göngum eða hjólum í vinnuna eða skólann, munum að hafa hjálm.
06:00 – Spinning í ræktinni hjá Sóley.
17:30 – Skokkhópur, lagt af stað frá Íþróttamiðstöðinni.
18:00 – Hardcore – æfing í ræktinni hjá Baldri og Steinari.
19:00 – Fuglaskoðunarferð – friðland við Eyrarbakka í boði
Ferðamálafélags Ölfuss. Lagt af stað frá Meitlinum.

Þriðjudagur 24. maí
Göngum eða hjólum í vinnuna eða skólann, munum að hafa hjálm.
16:15 – Jóga hjá Sóley í Jógahorninu. (við hliðina á Olís)
17:00 – Hardcore æfing í ræktinni hjá Baldri og Steinari.
19:00 – Fimleikaæfing fyrir fullorðinna í boði fimleikadeildar Umf. Þórs.

Miðvikudagur 25. maí
Göngum eða hjólum í vinnuna eða skólann, munum að hafa hjálm.
06:00 – Spinning í ræktinni hjá Sóley.
17:30 – Skokkhópur, lagt af stað frá Íþróttamiðstöðinni.
Frítt í brautir Vélhjóladeildar Umf. Þórs.
Félagsmenn verða á svæðinu frá kl. 18:00 til 21:00 til að gefa þeim sem vilja leiðbeiningar og góð ráð.

Fimmtudagur 26. maí
Göngum eða hjólum í vinnuna eða skólann, munum að hafa hjálm.
16:15 – Jóga hjá Sóley í Jógahorninu. (við hliðina á Olís)
17:00 – Hardcore æfing í ræktinni hjá Baldri og Steinari.

Föstudagur 27. maí
Göngum eða hjólum í vinnuna eða skólann, munum að hafa hjálm.
06:00 – Spinning í ræktinni hjá Sóley.
12:00 – Jóga hjá Sóley í Jógahorninu. (við hliðina á Olís)
Frítt í sund í tilefni af hreyfivikunni

Laugardagur 28. maí
10:00 – Spinning í ræktinni hjá Sóley.
11:00 – Lyftingar og vaxtamótun í ræktinni hjá Sibbu og Edda.

Sunnudagur 29. maí
12:00 – Badmintondeild Umf. Þórs býður öllum í badminton.
Frítt í ræktina í tilefni af hreyfivikunni.