Digiqole ad

Ægir með tap á heimavelli

 Ægir með tap á heimavelli

ÆgirÍ gærkvöldi tók Ægir á móti Gróttu á Þorlákshafnarvelli. Benis Krasnigi braut af sér inni í teig á 17. mínútu og fengu Gróttumenn víti sem þeir skoruðu úr. Einungis 10 mínútum síðar braut Benis aftur af sér en Marteinn Örn varð þá spyrnu.

Ægismenn lágu í sókn í síðari hálfleik án þess að fá almennilegt færi og endaði leikurinn því 0-1 fyrir Gróttu.

Ægismenn hafa nú tapað fyrstu þremur leikjum sínum og situr liðið í neðsta sæti deildarinnar. Næsti leikur liðsins er er á útivelli á móti Njarðvík, mánudaginn 30. maí nk.