Lokakvöld Svítunnar

Bubblebolti2016 (21)Í kvöld, fimmtudaginn 19. maí, verður lokakvöld Félagsmiðstöðvarinnar Svítunnar þetta skólaárið og ætlar Svítan að enda þetta með stæl.

Fjörið verður í íþróttahúsinu en farið verður í bubblebolta og sundlaugarpartý. Einnig verður boðið upp á pizzu. Allt þetta er frítt fyrir 8.-10. bekk.

Lokakvöldið er fyrir nemendur í 8.-10. bekk í sveitarfélaginu og hefst fjörið kl. 18:00.