Digiqole ad

Einar Ottó hættir með Ægismenn

 Einar Ottó hættir með Ægismenn

einarotto01Knattspyrnufélagið Ægir og Einar Ottó Antonsson hafa komist að samkomulagi um að hann láti af störfum sem þjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu. Frá þessu er greint á heimasíðu Ægis.

„Knattspyrnufélaginu Ægi langar að þakka Einari Ottó fyrir hans framlag til félagsins og fyrir vel unnin störf. Þó að markmið síðasta tímabils hafi ekki náðst og félagið þurfi að spila í 3. deild á næsta ári má margt jákvætt taka frá tímabilinu sem var ansi viðburðaríkt. Allavega eru allir reynslunni ríkari.“

Leit að eftirmanni Einars er hafin og markmið Ægismanna eru skýr en þeir ætla sér aftur upp.