Digiqole ad

Suðurstrandarslagur í undanúrslitum bikarsins

 Suðurstrandarslagur í undanúrslitum bikarsins
Það má væntanlega gera ráð fyrir því að Græni drekinn fjölmenni í höllina.

Það verður Suðurstrandarslagur í undanúrslitum Maltbikarsins í körfubolta þar sem Þórsarar mæta Grindvíkingum í Laugardalshöllinni helgina 8.-12. febrúar. Dregið var í undanúrslitin í höfuðstöðvum KKÍ í gær.

Þórsarar sigruðu Grindvíkinga í síðasta heimaleik sínum í deildinni og náðu þá að hefna fyrir tapið í Grindavík í fyrsta leik leiktíðarinnar.

Það má því reikna með hörku spennandi leik í Laugardalshöllinni en sigurliðið mun mæta annaðhvort KR eða Val í úrslitum sömu helgi í höllinni.