Digiqole ad

Frábær spennusigur gegn Akureyrar-Þórsurum

 Frábær spennusigur gegn Akureyrar-Þórsurum

Nú í kvöld mættust nafnaliðin Þór Þorlákshöfn og Þór Akureyri. Liðin voru jöfn í töflunni fyrir leikinn og var greinilegt að um hörkuleik væri að fara að ræða.

Liðin héldust í hendur allan leikinn og náði hvorugt lið að slíta sig frá hinu. Liðin skiptust á að skora og héldu leiknum jöfnum fram á síðustu mínútu. Á lokamínútunum fóru dómar aðeins að falla með heimamönnum og fengu Þórsarar frá Þorlákshöfn víti til þess að koma sér yfir og nýttu þeir þau öll.

Leikurinn endaði með 5 stiga sigri en það eru frábær úrslit fyrir Þór Þ. sem komu okkar mönnum upp í 4. sæti deildarinnar sem gefur heimavallarétt í úrslitakeppninni.

Tobin Carberry fór mikinn að vana í dag og setti niður 31 stig auk þess að taka 16 fráköst. Önnur stig skiptust svona: Ólafur Helgi Jónsson 12, Maciej Baginski 11, Halldór Garðar Hermannsson 7, Ragnar Örn Bragason 6 og Emil Karel Einarsson 6.

Næsti leikur liðsins er næsta fimmtudag úti gegn Tindastól sem verður svakalegur leikur.

Áfram Þór!
Axel Örn