Digiqole ad

Ægismenn komnir í 32-liða úrslit eftir sigur á Álftanesi

 Ægismenn komnir í 32-liða úrslit eftir sigur á Álftanesi

Ægismenn gerðu góða ferð á Álftanes í dag þegar þeir unnu góðan sigur á heimamönnum í bikarkeppninni í knattspyrnu, 0-2.

Ægismenn byrjuðu að krafti og skoruðu fyrsta mark leiksins strax á 7. mínútu en þar var að verki  Gunnar Bent Helgason.

Það dró síðan ekki til tíðinda fyrr en á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar  Ægismenn fengu vítaspyrnu en Jonathan Hood tókst ekki að skora. Þegar 6 mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma fullkomnaði Gunnar Orri Guðmundsson sigur Ægis og niðurstaðan eins og fyrr segir 0-2.

Ægismenn hafa þá unnið tvo leiki í bikarnum og eru þar með komnir áfram í 32 liða úrslit.

Hér að neðan má sjá fagnaðarlæti Ægismanna eftir leikinn í dag.