Digiqole ad

Ása Berglind nýr blaðamaður Hafnarfrétta

 Ása Berglind nýr blaðamaður Hafnarfrétta
Ása Berglind og Jónatan Knútur, sonur hennar.

Ása Berglind Hjálmarsdóttir er nýr blaðamaður á Hafnarfréttum og mun hún skrifa greinar á vefinn um allt milli himins og jarðar er tengjast Ölfusi á einhvern hátt.

Ásu þekkja líklega margir Ölfusingar enda hefur hún verið áberandi og mikill drifkraftur í menningarlífi bæjarins. Hún flutti heim til Þorlákshafnar ásamt fjölskyldu sinni síðasta sumar en hefur undanfarin ár verið búsett í Reykjavík.

Við bjóðum Ásu hjartanlega velkomna og hvetjum við lesendur okkar til að senda okkur fréttaábendingar og/eða aðsendar greinar á frettir@hafnarfrettir.is.